Vanhugsuð samgöngubót

Ég á frekar erfitt með að skilja þessa fyrirhuguðu framkvæmd (Landeyjahöfn)Það að gera höfn fyrir opnu hafi við sandströnd verður mjög dýrt og mikill kostnaður að halda henni opinni í framtíðinni.Nefni sem dæmi Hornafjörð og er sú höfn samt mun betur sett landfræðilega.Þar hafa menn verið í vandræðum gegnum tíðina,lagaðist mikið við grjótvarnargarðinn sem lagður var útí Þinganessker en samt er þar stöðugt verið að dæla burt sandi.Hversvegna eru ekki frekar hafðir tveir Herjólfar í ferðum milli lands og Eyja eða eitt skip fyrir vörur og annað fyrir fólk og bíla og þá jafnframt hraðskreiðara?Það tekur um það bil tvo tíma að aka úr Landeyjafjöru til Reykjavíkur en40 mínútur úr Þorlákshöfn.Hvernig er það svo með þjóðveginn frá Selfossi að Markarfljóti ber hann þessa auknu umferð,er þá ekki orðin þörf á tvöföldun þar?Að mínu viti hlýtur hagkvæmasta leiðin að vera sú að fjölga skipum og skipaferðum til Þorlákshafnar
mbl.is Þorlákshöfn ekki varahöfn fyrir nýjan Herjólf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

fyrir þessa 10 bíla sem koma úr herjólf arg

tvöfalda ertu geð+++++ 

gunni (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 00:14

2 identicon

Gunni mig langar að byrja að svara þinni hreint ömurlegu athugasemd, með 10 bíla þar sem herjólfur sem nú er tekur rúmlega 50 bíla og er alltaf fullur og bóka þarf langt fram í tíman.
En Gummi, hvernig heldur þú að það sé hagkvæmara að smíða tvö skip sem sigli til eyja og reka þannig tvær áhafnir og viðhalds á tveimur skipum og alla olíuna sem þarf til að þau sigli. Að tvöfalda suðurlandsveginn er hvort eð er nauðsynlegur hlutur og er bara stofnkostnaður en ekki eilífur rekstur og það að gera þessa höfn er stofnkostnaður og viðhald við hana. Reksturinn á ferju sem siglir stuttar ferðir á milli er töluvert minni. Þetta segir sig allt sjálft skil ekki hvernig þig dettur þetta í hug eigilega

Haraldur (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 12:59

3 Smámynd: Guðmundur

Sæll Haraldur.Það er til eitt skip nú þegar þannig að þá þarf nú bara að smíða eitt,í öllu falli þá er hægt að selja það fyrir annað sem hentar betur..Þú hefur nokkuð til þíns máls í sambandi við þetta með tvær áhafnir en þarf ekki líka einhvern mannskap við rekstur á nýju höfninni?Í sambandi við olíueyðsluna þá yfirfærist  það bara á lengri akstur bílanna frá höfninni til Reykjavíkur en þangað eru jú víst flestir að fara.Veit ekki nákvæmlega hvað Herjólfur eyðir miklu á klukkutímann en segjum 200-250l af flotaolíu sem er nú talsvert ódýrari en eldsneytið á ökutækjunum.

Guðmundur, 24.4.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur

Höfundur

Guðmundur
Guðmundur
samfélagsrýnir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband